Erlent

Viacom hótar YouTube

MYND/AFP

Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum.

Talskona YouTube sagði að fyrirtækinu þætti leitt að samkomulag hefði ekki náðst þar sem myndbrotin væru góð kynning fyrir þætti Viacom. YouTube mun taka myndböndin niður af vefþjónum sínum á næstunni. Viacom sakar YouTube um að hagnast á starfi annarra, sérstaklega þar sem auglýsingatekjum er ekki deilt með þeim sem framleiða myndefnið sem sett er á vefsíðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×