Erlent

Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna

Ismail Haniyeh, formaður Hamas samtakanna.
Ismail Haniyeh, formaður Hamas samtakanna. MYND/AP

Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu.

Utanríkisráðuneyti Palestínu sagði í yfirlýsingu að „Stefna þessara fjögurra ríkja bætir ekki á öryggið eða stöðugleikann á svæðinu. Hún eykur frekar þjáningar palestínska fólksins." Fjórveldin eru um þessar mundir að reyna að fá Hamas til þess að taka þátt í friðarferli með Mahmoud Abbas og Ísraelum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×