Engin hækkun á lífeyri aldraðra enn Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júlí 2007 05:30 Stjórnmálaflokkarnir lofuðu eldri borgurum margvíslegum kjarabótum fyrir kosningar. Engin hækkun hefur enn orðið á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það eina,sem hefur gerst í málefnum aldraðra er að þeir,sem eru 70 ára og eldri, geta nú farið út á vinnumarkaðinn án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En þessi breyting tekur ekki til ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára. Þeir sæta áfram skerðingu tryggingabóta,ef þeir eru á vinnumarkaðnum. Flestir,sem ná eftirlaunaaldri,þ.e. 67 ára aldri, hætta að vinna þá vegna þess að þá vilja þeir fara að taka það rólega eftir að hafa unnið langa starfsævi en einnig vegna þess að það fer svo mikið í skatt af atvinnutekjunum.Það eru litlar líkur á því,að þeir sem hætta að vinna 67 ára fari að vinna á ný 70 ára. Það er ágætt að stuðla að því þeir eldri borgarar sem eru heilsugóðir geti verið á vinnumarkaðnum. En það er ekki aðalatriðið í kjaramálum eldri borgara. Aðalatriðið er að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum sé það hár,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu. Þess vegna verður lífeyririnn að hækka.Því var lofað fyrir kosningar,að svo yrði. En það kosningaloforð hefur ekki verið efnt. Eldri borgarar krefjast þess,að staðið verði við kosningaloforðið. Það eru engar efndir að reka eldri borgara út á vinnumarkaðinn.Eldri borgarar eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þeir eiga rétt á sómasamlegum lífeyri. 210 þúsund eðlilegur lífeyrir einstaklingaHvað er sómasamlegur lífeyrir aldraðra einstaklinga,sem búa einir? Hagstofan hefur kannað neysluútgjöld heimilanna í landinu og þar á meðal einstaklinga. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar þurfa einstaklingar 210 þúsund á mánuði fyrir neysluútgjöldum,til jafnaðar. Skattar eru hér ekki meðtaldir. Ég tel,að lífeyrir aldraðra einhleypinga ætti að nema þessari tölu,að lágmarki. Ég miða þá við þá,sem ekki fá lífeyri úr lífeyrirsjóði,heldur hafa eingöngu lífeyrir frá almannatryggingum.Í dag er lífeyrir þessara einstaklinga 126 þúsund á mánuði. Það vantar því tæplega 100 þúsund krónur á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi. Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax eða í síðasta lagi í haust þegar þing kemur saman. Ekki kemur til greina að bíða lengur með leiðréttingu. Það verður að efna kosningaloforðin.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir lofuðu eldri borgurum margvíslegum kjarabótum fyrir kosningar. Engin hækkun hefur enn orðið á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum. Það eina,sem hefur gerst í málefnum aldraðra er að þeir,sem eru 70 ára og eldri, geta nú farið út á vinnumarkaðinn án þess að sæta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En þessi breyting tekur ekki til ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára. Þeir sæta áfram skerðingu tryggingabóta,ef þeir eru á vinnumarkaðnum. Flestir,sem ná eftirlaunaaldri,þ.e. 67 ára aldri, hætta að vinna þá vegna þess að þá vilja þeir fara að taka það rólega eftir að hafa unnið langa starfsævi en einnig vegna þess að það fer svo mikið í skatt af atvinnutekjunum.Það eru litlar líkur á því,að þeir sem hætta að vinna 67 ára fari að vinna á ný 70 ára. Það er ágætt að stuðla að því þeir eldri borgarar sem eru heilsugóðir geti verið á vinnumarkaðnum. En það er ekki aðalatriðið í kjaramálum eldri borgara. Aðalatriðið er að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum sé það hár,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu. Þess vegna verður lífeyririnn að hækka.Því var lofað fyrir kosningar,að svo yrði. En það kosningaloforð hefur ekki verið efnt. Eldri borgarar krefjast þess,að staðið verði við kosningaloforðið. Það eru engar efndir að reka eldri borgara út á vinnumarkaðinn.Eldri borgarar eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þeir eiga rétt á sómasamlegum lífeyri. 210 þúsund eðlilegur lífeyrir einstaklingaHvað er sómasamlegur lífeyrir aldraðra einstaklinga,sem búa einir? Hagstofan hefur kannað neysluútgjöld heimilanna í landinu og þar á meðal einstaklinga. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar þurfa einstaklingar 210 þúsund á mánuði fyrir neysluútgjöldum,til jafnaðar. Skattar eru hér ekki meðtaldir. Ég tel,að lífeyrir aldraðra einhleypinga ætti að nema þessari tölu,að lágmarki. Ég miða þá við þá,sem ekki fá lífeyri úr lífeyrirsjóði,heldur hafa eingöngu lífeyrir frá almannatryggingum.Í dag er lífeyrir þessara einstaklinga 126 þúsund á mánuði. Það vantar því tæplega 100 þúsund krónur á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi. Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax eða í síðasta lagi í haust þegar þing kemur saman. Ekki kemur til greina að bíða lengur með leiðréttingu. Það verður að efna kosningaloforðin.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun