Að muna ártöl 23. júlí 2007 07:00 Ef tímatal okkar væri miðað við Miklahvell væri býsna erfitt að setja á sig ártöl úr mannkynssögunni. Til dæmis að muna að Kristur fæddist árið 13699999993 og Múhameð flýði frá Mekka til Medína árið 13699998615 og Ísland varð lýðveldi árið 13999998056. Þeir sem trúa þeirri sköpunarsögu að Miklihvellur hafi verið upphaf alls hafa það fyrir satt að þessi merkilegi atburður hafi átt sér stað fyrir 13,7 milljörðum árum. Sá ágæti bókstafstrúarmaður James Ussher biskup yfir Írlandi reiknaði hins vegar út að það sem við köllum Miklahvell (en hann sköpun heimsins) hefði hafist nokkru síðar, eða sunnudaginn 23. október árið 4004 f. Kr. Mörgum finnst erfitt að muna ártöl, jafnvel þótt sjaldan sé um meira en fjögurra stafa tölur að ræða. Flestir tengja ártöl við fólk eða atburði. Forn-Rómverjar miðuðu við konsúla sína en þeir höfðu vit á að láta fólk ekki sitja lengi í háum embættum. Árið 44 f.Kr. hét samkvæmt þeirra tímatali Árið sem Gaius Julius Caesar og Marcus Antonius voru konsúlar. Við miðum tímatal okkar við fæðingu Krists og segjum að núna sé árið 2007. Svo höfum við ýmsa atburði til að minna okkur á merkileg ártöl sem allir kunna svo sem 1914, 1918, 1939, 1944, 1945 og svo framvegis. Og svo hleður hver einstaklingur sér minnisvörður úr persónulegum atburðum. Árið sem ég fæddist, datt í Tjörnina, fermdist, kynntist maka mínum og þar fram eftir götunum. Til að glöggva sig á hvað tímanum líður er hægt að tengja við eitthvað sem er tímanna tákn. „I Wanna Hold Your Hand" með Bítlunum kom út í nóvember 1963. Aðdáendur James Bonds muna að Sean Connery var Bond á árunum 1962-67, (+1971), George Lazenby (sem aldrei skyldi verið hafa) árið 1969, Roger Moore 1973-1985, Timothy Dalton 1987-89, Pierce Brosnan 1995-2002 og núna er veldistími Daníels Craigs sem hófst árið 2006. Þeir sem yngri eru fara út í lífið með það á bakvið eyrað að Harry Potter-tímabilið mikla hófst í júlí 1997 - og lauk í júlí 2007. Og svo segir fólk að það sé erfitt að muna ártöl! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Ef tímatal okkar væri miðað við Miklahvell væri býsna erfitt að setja á sig ártöl úr mannkynssögunni. Til dæmis að muna að Kristur fæddist árið 13699999993 og Múhameð flýði frá Mekka til Medína árið 13699998615 og Ísland varð lýðveldi árið 13999998056. Þeir sem trúa þeirri sköpunarsögu að Miklihvellur hafi verið upphaf alls hafa það fyrir satt að þessi merkilegi atburður hafi átt sér stað fyrir 13,7 milljörðum árum. Sá ágæti bókstafstrúarmaður James Ussher biskup yfir Írlandi reiknaði hins vegar út að það sem við köllum Miklahvell (en hann sköpun heimsins) hefði hafist nokkru síðar, eða sunnudaginn 23. október árið 4004 f. Kr. Mörgum finnst erfitt að muna ártöl, jafnvel þótt sjaldan sé um meira en fjögurra stafa tölur að ræða. Flestir tengja ártöl við fólk eða atburði. Forn-Rómverjar miðuðu við konsúla sína en þeir höfðu vit á að láta fólk ekki sitja lengi í háum embættum. Árið 44 f.Kr. hét samkvæmt þeirra tímatali Árið sem Gaius Julius Caesar og Marcus Antonius voru konsúlar. Við miðum tímatal okkar við fæðingu Krists og segjum að núna sé árið 2007. Svo höfum við ýmsa atburði til að minna okkur á merkileg ártöl sem allir kunna svo sem 1914, 1918, 1939, 1944, 1945 og svo framvegis. Og svo hleður hver einstaklingur sér minnisvörður úr persónulegum atburðum. Árið sem ég fæddist, datt í Tjörnina, fermdist, kynntist maka mínum og þar fram eftir götunum. Til að glöggva sig á hvað tímanum líður er hægt að tengja við eitthvað sem er tímanna tákn. „I Wanna Hold Your Hand" með Bítlunum kom út í nóvember 1963. Aðdáendur James Bonds muna að Sean Connery var Bond á árunum 1962-67, (+1971), George Lazenby (sem aldrei skyldi verið hafa) árið 1969, Roger Moore 1973-1985, Timothy Dalton 1987-89, Pierce Brosnan 1995-2002 og núna er veldistími Daníels Craigs sem hófst árið 2006. Þeir sem yngri eru fara út í lífið með það á bakvið eyrað að Harry Potter-tímabilið mikla hófst í júlí 1997 - og lauk í júlí 2007. Og svo segir fólk að það sé erfitt að muna ártöl!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun