Erlent

Gordon Brown útilokar ekki hernað gegn Íran

Óli Tynes skrifar
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokar ekki að hervaldi verði beitt til þess að fá Íran til þess að hætta kjarnorkuvopnaframleiðslu. Hann telur hinsvegar að refsiaðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt muni duga til þess að fá Írana ofan af fyrirætlunum sínum.

Öryggisráðið hefur í tvígang samþykkt refsiaðgerðir gegn Íran og þær verða væntanlega enn hertar með nýrri ályktun á næstu mánuðum, ef ekki Íranar láta segjast. Nokkur merki eru um að þessar aðgerðir séu að skila árangri.

Þannig tóku Íranar í þessum mánuði á ný upp samstarf við Alþjóða kjarnorkumálastofnunina og munu veita eftirlitsmönnum hennar aðgang að kjarnorkuverum sínum. Íranar halda því fram að þeir séu aðeins að auðga úran í friðsamlegum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×