Embætti ríkislögreglustjóra áréttar vegna frétta, um að aukið umferðareftirlit sé kostnaðarsamt fyrir lögreglembætti landsins, að þau beri ekki kostnað sem til fellur vegna aukins umferðareftirlits á vegum landsins.
Í fréttum Stöðvar 2 síðastliðinn laugardag kom fram að kostnaður lögregluembætta landsins aukist vegna herts umferðareftirlits þar sem embættin greiða embætti ríkislögreglustjóra gjald fyrir hvern ekin kílómetra lögreglubíla.
Í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra segir að þetta sé ekki rétt."Samkvæmt samningi sem gerður var á grundvelli umferðaröryggisáætlunar milli Samgönguráðuneytisins, Umferðarstofu, Vegagerðarinnar og ríkislögreglustjórans þá greiðir Samgönguráðuneytið fyrir aukið umferðareftirlit lögregluembættanna. Ráðuneytið greiðir að fullu fyrir þann akstur og laun lögreglumanna að auki. Enginn viðbótarkostnaður leggst á lögregluembættin vegna aukins umferðareftirlis."
Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan.