Gleymir ekki upprunanum 9. júní 2007 11:00 Færeyski tónlistarmaðurinn Jógvan er að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Fyrsta sólóplata Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á mánudag. Freyr Bjarnason spjallaði við Jógvan og komst að því að þar er á ferðinni jarðbundinn og rólegur piltur. Platan heitir einfaldlega Jógvan og inniheldur ellefu lög. Á meðal þeirra er I Keep on Searching sem Jógvan samdi ásamt Pætur við Keldu, X-Factor lagið Every Day eftir Óskar Pál Sveinsson og Stefán Hilmarsson og All Because of You eftir Vigni Snæ Vigfússon, sem er jafnframt upptökustjóri plötunnar.Góðir aðstoðarmennJógvan segir það mikil forréttindi að fá að gefa út sína fyrstu sólóplötu á Íslandi en tekur fram að hann hafi áður gefið út efni í Færeyjum með hljómsveitinni Aria. Fyrsta lagið á sólóplötunni, Rooftop, var einmitt gefið út af þeirri sveit. Jógvan segist hafa notið góðs af fyrirtaks aðstoðarmönnum við gerð sólóplötunnar. „Þetta eru bara snillingar og ég vona að ég geti unnið meira með þeim. Það var auðvitað frábært að fá þennan plötusamning en það er ekki á hverjum degi sem maður fær að vinna með svona frábæru fólki,“ segir Jógvan. X-Factor til aðstoðarHann telur að þátttakan í X-Factor hafi hjálpað sér mikið sem tónlistarmanni. „Það er rosalega mikill skóli í því, bæði í söngnum og að koma fram. Maður lærir líka að höndla pressuna eftir að hafa staðið í tólf vikur fyrir framan íslensku þjóðina og látið hana dæma sig.“ Jógvan starfar sem hárgreiðslumaður og ætlar ekki að gefa það starf upp á bátinn fyrir tónlistina. „Aðalatriðið er að gleyma ekki hvaðan maður kemur,“ segir hann. Sting í uppáhaldi Tónlistarmaðurinn Sting er í miklu uppáhaldi hjá Jógvan. „Ég elska hvernig hann blandar djassi og poppi saman. Þessi tónlist er ekki endilega létt fyrir eyrun en hún er vitræn. Textarnir eru náttúrlega snilld og ég get hlustað á þá næstum því alla aftur og aftur og tengt þá við sjálfan mig.“ Ekki besti lagahöfundurinnJógvan vonast eftir skemmtilegu sumri og ætlar hann að reyna að syngja eins víða og hægt er. Einnig ætlar hann að halda áfram að semja lög og vonast til að eiga fleiri á næstu plötu sinni. „Ég er kannski ekki besti lagahöfundur í heimi en ég held að ég geti alveg lagt mitt af mörkum. Ég er mjög félagslyndur og finnst skemmtilegast að vinna með öðrum. Ég nenni ekki að vera einn allan daginn og semja og semja.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Smáralind laugardaginn 16. júní. Sérstakir gestir verða Hara-systurnar frá Hveragerði sem einmitt skráðu Jógvan í X-Factor. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fyrsta sólóplata Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á mánudag. Freyr Bjarnason spjallaði við Jógvan og komst að því að þar er á ferðinni jarðbundinn og rólegur piltur. Platan heitir einfaldlega Jógvan og inniheldur ellefu lög. Á meðal þeirra er I Keep on Searching sem Jógvan samdi ásamt Pætur við Keldu, X-Factor lagið Every Day eftir Óskar Pál Sveinsson og Stefán Hilmarsson og All Because of You eftir Vigni Snæ Vigfússon, sem er jafnframt upptökustjóri plötunnar.Góðir aðstoðarmennJógvan segir það mikil forréttindi að fá að gefa út sína fyrstu sólóplötu á Íslandi en tekur fram að hann hafi áður gefið út efni í Færeyjum með hljómsveitinni Aria. Fyrsta lagið á sólóplötunni, Rooftop, var einmitt gefið út af þeirri sveit. Jógvan segist hafa notið góðs af fyrirtaks aðstoðarmönnum við gerð sólóplötunnar. „Þetta eru bara snillingar og ég vona að ég geti unnið meira með þeim. Það var auðvitað frábært að fá þennan plötusamning en það er ekki á hverjum degi sem maður fær að vinna með svona frábæru fólki,“ segir Jógvan. X-Factor til aðstoðarHann telur að þátttakan í X-Factor hafi hjálpað sér mikið sem tónlistarmanni. „Það er rosalega mikill skóli í því, bæði í söngnum og að koma fram. Maður lærir líka að höndla pressuna eftir að hafa staðið í tólf vikur fyrir framan íslensku þjóðina og látið hana dæma sig.“ Jógvan starfar sem hárgreiðslumaður og ætlar ekki að gefa það starf upp á bátinn fyrir tónlistina. „Aðalatriðið er að gleyma ekki hvaðan maður kemur,“ segir hann. Sting í uppáhaldi Tónlistarmaðurinn Sting er í miklu uppáhaldi hjá Jógvan. „Ég elska hvernig hann blandar djassi og poppi saman. Þessi tónlist er ekki endilega létt fyrir eyrun en hún er vitræn. Textarnir eru náttúrlega snilld og ég get hlustað á þá næstum því alla aftur og aftur og tengt þá við sjálfan mig.“ Ekki besti lagahöfundurinnJógvan vonast eftir skemmtilegu sumri og ætlar hann að reyna að syngja eins víða og hægt er. Einnig ætlar hann að halda áfram að semja lög og vonast til að eiga fleiri á næstu plötu sinni. „Ég er kannski ekki besti lagahöfundur í heimi en ég held að ég geti alveg lagt mitt af mörkum. Ég er mjög félagslyndur og finnst skemmtilegast að vinna með öðrum. Ég nenni ekki að vera einn allan daginn og semja og semja.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Smáralind laugardaginn 16. júní. Sérstakir gestir verða Hara-systurnar frá Hveragerði sem einmitt skráðu Jógvan í X-Factor.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira