Tónlist

90 mínútna veisla hjá McCartney

Bítillinn fyrrverandi vakti mikla lukku á tónleikunum í London.
Bítillinn fyrrverandi vakti mikla lukku á tónleikunum í London.

Bítillinn fyrrverandi Sir Paul McCartney spilaði fyrir framan aðeins eitt þúsund aðdáendur í London á dögunum. Tilefnið var útgáfa nýjustu sólóplötu hans, Memory Almost Full.

Á meðal þeirra sem létu sjá sig voru dóttir hans Stella, fyrirsætan Kate Moss, leikarinn Pierce Brosnan, David Gilmour úr Pink Floyd og Mackenzie Crook, sem lék í The Office. McCartney spilaði í níutíu mínútur lög af nýju plötunni og gömul Bítlalög.

Tileinkaði hann Bítlunum John Lennon og George Harrison og fyrrverandi eiginkonu sinni Lindu lagið Here Today.

Plata McCartneys hefur víðast hvar fengið góða dóma. Meðal­einkunn hennar á Metacritic.com er 68 af 100 mögulegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×