Bush á ferð og flugi Guðjón Helgason skrifar 9. júní 2007 18:38 Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Bush virðist ekki tekið opnum örmum alls staðar þar sem hann stígur niður fæti á Evrópuferð sinni. Íbúar í Róm vilja hann ekki í heimsókn og létu það berlega í ljós í dag. Bush kom til Rómar í gærkvöldi og í morgun hittu hann og Laura kona hans Napolitano forseta Ítalíu og frú, og síðan Benedikt páfa sextánda. Eftir hádegi fundaði Bush með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ýmislegt var rætt en þó ekki fangaflug eða leynifangelsi, þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins þar um frá í gær og að réttarhöld væru hafi í Mílanó gegn Bandaríkjamönnum og Ítölum sem sakaðir eru um að hafa rænt múslimaklerk á Ítalíu og sent til Egyptalands þar sem hann sætti pyntingum. Kósóvódeilan var hins vegar til umræðu og sagði forsetinn að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú að fylgja áætlun sem felur í sér að héraðinu verði veitt sjálfstæði - og það þrátt fyrir andstöðu Rússa. Ekki tókst samkomulag í málinu á nýliðnum fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Eldflaugavarnarkerfið umdeilda var ekki áberandi í umræðunni á Ítalíu en það var megin málið í Póllandi í gær þar sem Bush ræddi við Lech Kaczynski. Hugmyndir eru uppi um að koma fyrir hluta kerfisins í Póllandi. Pútín Rússlandsforseti vill ekki að kerfið verið að veruleika. Á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Heiligendamm í Þýskalandi á fimmutdaginn bauð hann Bush radarkerfi í Aserbaísjan, sem Rússar leigja, fremur en að nýja kerfið yrði að veruleika. Bush gaf lítið fyrir það en sagði að samráð yrði haft. Rússum virðist hafa sárnað fundur Bush og Kaczynskis í gær. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði nýja kerfið óþarft fyrst tilboð Rússa hefði komið fram. Lavorv sagði að ef Bandaríkjamenn héldu áformum sínum til streitu gæti það flækt samvinnu í kjarnorkudeilunni við Írana. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Bush virðist ekki tekið opnum örmum alls staðar þar sem hann stígur niður fæti á Evrópuferð sinni. Íbúar í Róm vilja hann ekki í heimsókn og létu það berlega í ljós í dag. Bush kom til Rómar í gærkvöldi og í morgun hittu hann og Laura kona hans Napolitano forseta Ítalíu og frú, og síðan Benedikt páfa sextánda. Eftir hádegi fundaði Bush með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ýmislegt var rætt en þó ekki fangaflug eða leynifangelsi, þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins þar um frá í gær og að réttarhöld væru hafi í Mílanó gegn Bandaríkjamönnum og Ítölum sem sakaðir eru um að hafa rænt múslimaklerk á Ítalíu og sent til Egyptalands þar sem hann sætti pyntingum. Kósóvódeilan var hins vegar til umræðu og sagði forsetinn að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú að fylgja áætlun sem felur í sér að héraðinu verði veitt sjálfstæði - og það þrátt fyrir andstöðu Rússa. Ekki tókst samkomulag í málinu á nýliðnum fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Eldflaugavarnarkerfið umdeilda var ekki áberandi í umræðunni á Ítalíu en það var megin málið í Póllandi í gær þar sem Bush ræddi við Lech Kaczynski. Hugmyndir eru uppi um að koma fyrir hluta kerfisins í Póllandi. Pútín Rússlandsforseti vill ekki að kerfið verið að veruleika. Á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Heiligendamm í Þýskalandi á fimmutdaginn bauð hann Bush radarkerfi í Aserbaísjan, sem Rússar leigja, fremur en að nýja kerfið yrði að veruleika. Bush gaf lítið fyrir það en sagði að samráð yrði haft. Rússum virðist hafa sárnað fundur Bush og Kaczynskis í gær. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði nýja kerfið óþarft fyrst tilboð Rússa hefði komið fram. Lavorv sagði að ef Bandaríkjamenn héldu áformum sínum til streitu gæti það flækt samvinnu í kjarnorkudeilunni við Írana.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira