Pólitísk rekstrarstjórn yfir Leifsstöð? Ögmundur Jónasson skrifar 26. júlí 2007 06:00 Þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð að hlutafélagi var ég í hópi þeirra sem andæfði því; taldi að helsta flugstöð Íslendinga ætti að vera í eigu þjóðarinnar og á forræði hennar. Hún ætti að lúta eftirliti og aðhaldi frá Alþingi og heyra undir þau lög sem um opinberan rekstur gilda. Vildu menn aðkomu einkaaðila að rekstrinum væri nóg svigrúm til slíks innan þeirrar umgjarðar sem flughöfnin er. Mitt sjónarmið varð undir. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð að hlutafélagi og var ein röksemdin sú að eðlilegt væri að losa hana úr tengslum við pólitíkina. Upp væri runnin stund hinna faglegu sjónarmiða, eins og það var kallað, enda ætti rekstrarstjórn flugstöðvarinnar einvörðungu að huga að rekstrarlegum þáttum. Það væri hins vegar löggjafans að setja henni almennar reglur og ramma. Nú gerist það fyrir nokkrum dögum að boðað er til fundar í stjórn hlutafélagsins að undirlagi nýs utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Var þá skipt út í stjórninni og skipaðir tveir fyrrum þingmenn Samfylkingarinnar. Um þetta var utanríkisráðherrann spurður í Kastljósi Sjónvarpsins. Þetta er fullkomlega „eðlileg“ ráðstöfun svaraði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra: „Þetta er pólitísk stjórn. Þetta er fyrirtæki, það er skipað pólitískt í stjórnina. Þar voru inni í stjórninni, vegna þess að það heyrði undir utanríkisráðuneytið, þrír Framsóknarmenn og tveir Sjálfstæðismenn. Ég hafði enga aðkomu að stjórn Flugstöðvarinnar og vissi ekki um það sem þar væri verið að véla um og taldi ég fullkomlega eðlilegt að þar sætu einstaklingar sem ég væri í beinu sambandi við og ég treysti.“ Treysti til hvers? Að segja satt og rétt frá? Að færa ráðherranum völd og áhrif í rekstrarstjórninni? Þurfa menn að hafa flokksskírteini Samfylkingarinnar til að vera traustsins verðir? Ef Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er alvara að þarna eigi að sitja pólitísk stjórn, er þá ekki rétt að sú stjórn endurspegli pólitísk hlutföll á þingi? Og ef þetta er meiningin, hvers vegna þá ekki færa starfsemina undir beinan ríkisrekstur að nýju? Væri það ekki betra en að búa við valdstjórnar- og bitlingapólitík Samfylkingarinnar sem hér er greinilega í uppsiglingu?Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð að hlutafélagi var ég í hópi þeirra sem andæfði því; taldi að helsta flugstöð Íslendinga ætti að vera í eigu þjóðarinnar og á forræði hennar. Hún ætti að lúta eftirliti og aðhaldi frá Alþingi og heyra undir þau lög sem um opinberan rekstur gilda. Vildu menn aðkomu einkaaðila að rekstrinum væri nóg svigrúm til slíks innan þeirrar umgjarðar sem flughöfnin er. Mitt sjónarmið varð undir. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð að hlutafélagi og var ein röksemdin sú að eðlilegt væri að losa hana úr tengslum við pólitíkina. Upp væri runnin stund hinna faglegu sjónarmiða, eins og það var kallað, enda ætti rekstrarstjórn flugstöðvarinnar einvörðungu að huga að rekstrarlegum þáttum. Það væri hins vegar löggjafans að setja henni almennar reglur og ramma. Nú gerist það fyrir nokkrum dögum að boðað er til fundar í stjórn hlutafélagsins að undirlagi nýs utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Var þá skipt út í stjórninni og skipaðir tveir fyrrum þingmenn Samfylkingarinnar. Um þetta var utanríkisráðherrann spurður í Kastljósi Sjónvarpsins. Þetta er fullkomlega „eðlileg“ ráðstöfun svaraði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra: „Þetta er pólitísk stjórn. Þetta er fyrirtæki, það er skipað pólitískt í stjórnina. Þar voru inni í stjórninni, vegna þess að það heyrði undir utanríkisráðuneytið, þrír Framsóknarmenn og tveir Sjálfstæðismenn. Ég hafði enga aðkomu að stjórn Flugstöðvarinnar og vissi ekki um það sem þar væri verið að véla um og taldi ég fullkomlega eðlilegt að þar sætu einstaklingar sem ég væri í beinu sambandi við og ég treysti.“ Treysti til hvers? Að segja satt og rétt frá? Að færa ráðherranum völd og áhrif í rekstrarstjórninni? Þurfa menn að hafa flokksskírteini Samfylkingarinnar til að vera traustsins verðir? Ef Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er alvara að þarna eigi að sitja pólitísk stjórn, er þá ekki rétt að sú stjórn endurspegli pólitísk hlutföll á þingi? Og ef þetta er meiningin, hvers vegna þá ekki færa starfsemina undir beinan ríkisrekstur að nýju? Væri það ekki betra en að búa við valdstjórnar- og bitlingapólitík Samfylkingarinnar sem hér er greinilega í uppsiglingu?Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun