Í beinu sambandi við Jónas 26. júlí 2007 05:45 Fær leiðsögn að handan Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður ásamt leikurunum Erlu Hazel, Steini Ármanni Magnússyni og Petru Kristínu Kristinsdóttur við tökur á mynd um Jónas Hallgrímsson. „Ég vil meina að Jónas sé að tala í gegnum mig," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Valdimar Leifsson sem er að ljúka tökum á sjónvarpsmynd í fullri lengd um Jónas Hallgrímsson, einn af Fjölnismönnum okkar á nítjándu öld. Myndin er samansett af leiknum atriðum og viðtölum og er að sögn leikstjórans eins konar ljóð til Jónasar í kabarettstíl. Valdimar skrifaði handritið í samvinnu við Þorstein Marelsson rithöfund sem lést áður en tökur hófust. „Það kom í raun ekkert á óvart að hann skyldi deyja, hann var veikur og bjóst allt eins við því. Við göntuðumst með það að hann myndi þá tala við Jónas. Hann hlýtur að hafa gert það því það hafa margir undarlegir hlutir gerst í tökunum." Valdimar hefur ítrekað fengið köllun frá Jónasi í miðjum tökum um að breyta atriðum og breytingarnar hafa alltaf verið til hins betra. Eins virðist Jónas hafa átt orð við veðurguðina því þeir hafa verið einstaklega hliðhollir tökufólkinu. Kannski þetta sé skýringin á góða veðrinu sem hefur verið hér í sumar. Steinn Ármann sem Jónas Það er Steinn Ármann Magnússon sem fer með hlutverk Jónasar Hallgrímssonar í sjónvarpsmynd Valdimars Leifssonar. Fréttablaðið/GVA „Þetta hefur verið mikið ævintýri. Við tókum meðal annars upp senu í Kaupmannahöfn þar sem Skafti Tímóteus vinur Jónasar drukknar eftir fyllerí þeirra félaga. Við ákváðum að taka bara áhættuna og taka þetta upp án þess að biðja borgaryfirvöld um leyfi. Það fylltist allt af túristum og svo þegar við vorum búin að taka upp stungum við af í leigubíl." Valdimar er viss um að þarna hafi Jónas vakað yfir þeim og komið í veg fyrir handtöku. Í myndinni er einnig fjallað um beinamálið svokallaða. Bein Jónasar voru sem kunnugt er flutt heim frá Kaupmannahöfn og grafin fyrir norðan en voru að lokum flutt í þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. „Það eru uppi efasemdaraddir um að þetta hafi í raun verið bein Jónasar sem voru flutt heldur jafnvel bara einhver danskur bakari." Valdimar hefur talað við Íslenska erfðagreiningu sem er tilbúin til að greina beinin fái hún þau til að skera úr um hvort þau séu íslensk eða dönsk. „Ég skora hér með á Þingvallanefndina að gefa mér leyfi til að grafa beinin upp og fá endanlega úr þessu skorið," segir Valdimar að lokum. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Ég vil meina að Jónas sé að tala í gegnum mig," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Valdimar Leifsson sem er að ljúka tökum á sjónvarpsmynd í fullri lengd um Jónas Hallgrímsson, einn af Fjölnismönnum okkar á nítjándu öld. Myndin er samansett af leiknum atriðum og viðtölum og er að sögn leikstjórans eins konar ljóð til Jónasar í kabarettstíl. Valdimar skrifaði handritið í samvinnu við Þorstein Marelsson rithöfund sem lést áður en tökur hófust. „Það kom í raun ekkert á óvart að hann skyldi deyja, hann var veikur og bjóst allt eins við því. Við göntuðumst með það að hann myndi þá tala við Jónas. Hann hlýtur að hafa gert það því það hafa margir undarlegir hlutir gerst í tökunum." Valdimar hefur ítrekað fengið köllun frá Jónasi í miðjum tökum um að breyta atriðum og breytingarnar hafa alltaf verið til hins betra. Eins virðist Jónas hafa átt orð við veðurguðina því þeir hafa verið einstaklega hliðhollir tökufólkinu. Kannski þetta sé skýringin á góða veðrinu sem hefur verið hér í sumar. Steinn Ármann sem Jónas Það er Steinn Ármann Magnússon sem fer með hlutverk Jónasar Hallgrímssonar í sjónvarpsmynd Valdimars Leifssonar. Fréttablaðið/GVA „Þetta hefur verið mikið ævintýri. Við tókum meðal annars upp senu í Kaupmannahöfn þar sem Skafti Tímóteus vinur Jónasar drukknar eftir fyllerí þeirra félaga. Við ákváðum að taka bara áhættuna og taka þetta upp án þess að biðja borgaryfirvöld um leyfi. Það fylltist allt af túristum og svo þegar við vorum búin að taka upp stungum við af í leigubíl." Valdimar er viss um að þarna hafi Jónas vakað yfir þeim og komið í veg fyrir handtöku. Í myndinni er einnig fjallað um beinamálið svokallaða. Bein Jónasar voru sem kunnugt er flutt heim frá Kaupmannahöfn og grafin fyrir norðan en voru að lokum flutt í þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. „Það eru uppi efasemdaraddir um að þetta hafi í raun verið bein Jónasar sem voru flutt heldur jafnvel bara einhver danskur bakari." Valdimar hefur talað við Íslenska erfðagreiningu sem er tilbúin til að greina beinin fái hún þau til að skera úr um hvort þau séu íslensk eða dönsk. „Ég skora hér með á Þingvallanefndina að gefa mér leyfi til að grafa beinin upp og fá endanlega úr þessu skorið," segir Valdimar að lokum.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein