Erlent

Offita er smitandi

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Svo virðist sem offita sé smitandi. En það að eiga vini, systkyni eða maka sem er feitur stóreykur líkurnar á því að maður verði það sjálfur.

Vísindamenn við Harvard háskóla rannsökuðu gögn um tólf þúsund manns sem safnað var á rúmlega þrjátíu ára tímabili. Þá kortlögðu þeir félagstengsl þáttakenda og söfnuðu þeir gögnum um vini þeirra.

Fólk var tæplega sextíu prósent líklegra til að vera of feitt ef vinir þeirra voru það, 37 prósent ef makinn var of feitur, og fjörtíu prósent ef systkyni voru of mikil um sig. Áhrifin virtust meiri milli fólks af sama kyni.

Vísindamennirnir sögðu að ekki væri hægt að rekja þetta til þess að fólk lifði svipuðu lífi, eða að fólk veldi sér vini af svipaðri stærð, líklegra væri að ímynd fólks af því hvað væri eðlileg líkamsþyngd breyttist með þyngd nákominna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×