Erlent

Íslenskir karlmenn eru sko alls engar gungur

Íslenskir karlmenn lifa lengst allra karlmanna, eða 79,4 ár. Í öðru sæti koma Japanir með 79 ár slétt. Japanskar konur lifa hins vegar lengst kvenna, eða 85,8 ár. Á eftir þeim koma konur frá Taívan, Spáni og síðan Sviss. Þær íslensku geta vænst þess að lifa 82,6 ár.

Hærri lífslíkur og lækkandi fæðingartíðni hefur töluverð áhrif á þjóðfélög í dag. Ríkisstjórnir ýmissa landa eru þegar farnar að gera ráðstafanir til þess að ráða við mikla aukningu á ellilífeyri eftir því sem að þjóðir eldast. Ástandið er sérstaklega áberandi í Japan en þar hefur fæðingum fækkað niður í 1,23 börn á hverja konu samanborið við 1,91 barn á konu á Íslandi.

Hver kona þarf að eiga að minnsta kosti tvö börn svo að þjóðin fjölgi sér. Sumar stærri þjóðir, eins og Kína, hafa þó reynt að sporna við fjölgun landsmanna með því að setja lög um hámarksfjölda barna en þar má fólk aðeins eiga eitt barn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×