Erlent

51% kvenna í USA utan hjónabands

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er ein af þessum einhleypu konum.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er ein af þessum einhleypu konum. MYND/AP

Fleiri bandarískar konur búa nú án eiginmanns en með eiginmanni. Sérfræðingar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem svo sé. Árið 1950 var talan 35% og árið 2000 49% en árið 2005 var talan komin upp í 51%. Þetta kom fram í skýrslu New York Times um bandaríska manntalið sem var tekið árið 2005.

Í henni kom einnig fram að fólk í hjónabandi er nú í fyrsta sinn í minnihluta á bandarískum heimilum. Frá árinu 1950 til ársins 2000 féll hlutfall giftra kvenna á aldrinum 15 - 24 ára úr 42% niður í 16%.

Ýmsar ástæður eru taldar vera að baki þessari þróun. Lífslíkur kvenna eru hærri og konur sem hafa lent í skilnaði eru lengur ógiftar en karlmenn sem lenda í skilnaði. Einnig má nefna að aðeins 30% svartra kvenna eru giftar. Aukið frelsi kvenna, menntun og velmegun hefur líka lagt sitt af mörkunum.

Afleiðingarnar af þessu gætu orðið miklar því ekki er lengur hægt að reikna með fólki í hjónabandi sem grunneiningu útreikninga ríkisvaldsins fyrir hinum ýmsu gjöldum og undanþágum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×