Erlent

ESB og SÞ fordæma aftökur

Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, sem var tekinn af lífi á mánudaginn var.
Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, sem var tekinn af lífi á mánudaginn var. MYND/AP

Sameinuðu þjóðirnar og leiðtogar Evrópusambandsins hafa fordæmt aftökurnar á samstarfsmönnum Saddams Hússein en þær fóru fram fyrir tveimur dögum. Annar var hálfbróðir Saddams og fyrrum yfirmaður leyniþjónustu Íraks en hinn var yfirdómari í tíð Saddams. Þær fengu báðir dóm í sama máli og Saddam var dæmdur til dauða í.

Írösk yfirvöld hafa skýrt frá því að höfuð bróður Saddams hafi slitnað frá búk hans í hengingunni en segja jafnframt að það hafi verið slys. Condoleezza Rice og Tony Blair hafa bæði lýst yfir áhyggjum sínum vegna meðferð mannanna tveggja og hvernig farið hafi verið með þá fyrir aftökuna. Írösk yfirvöld hafa hins vegar sagt að rétt hafi verið staðið að öllu og að aftökurnar hafi ekki verið líkar aftöku Saddams Hússeins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×