Erlent

Fleiri en 34 þúsund létust í Írak á síðasta ári

Írösk kona grætur ættingja sína eftir sprengjuárás í Írak í fyrra.
Írösk kona grætur ættingja sína eftir sprengjuárás í Írak í fyrra. MYND/AP

Sameinuðu þjóðirnar skýrðu frá því í dag að fleiri en 34 þúsund óbreyttir íraskir borgarar hafi látið lífið í Írak á síðasta ári. Tölur látinna fóru þó lækkandi í nóvember og desember samanborið við september og október. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak sagði á fréttamannafundi í morgun að heildartala látinna væri 34.452 og að fleiri en 36 þúsund hefðu særst.

Í nóvember og desember á síðasta ári létust 6.376 manns og þar af voru 4.371 þeirra í Bagdad, eða um 69% látinna. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ákvað nýverið að senda 21.500 hermenn til viðbótar til Íraks og verða 17.000 þeirra staðsettir í Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×