Innlent

Fleiri hópar í hættu vegna kynferðisofbeldis

Talskona Stígamóta segir að læra þurfi af könnun um ofbeldi gegn heyrnarlausum og að beina þurfi sjónum að hópum sem eru í meiri hættu en aðrir að verða fyrir slíku ofbeldi.

Þriðjungur heyrnarlausra hefur verið beyttur kynferðislegu ofbeldi samkvæmt könnun sem Félag heyrnarlausra lét gera með stuðningi félagsmálaráðuneytisins. Talskona Stígamóta segir niðurstöðuna því miður ekki koma á óvart. Heyrnarlausum eins og öðrum sem hópum sem eiga við einhverskonar fötlun að stríða séu í meiri hættu á að verða fyrir slíku ofbeldi. Það séu hópar sem síður eru líklegri til þess að geta varist eða sagt frá.

Líkamlega fatlaðir einstaklingar eru háðir ferðaþjónustu fatlaðra til að komast leiðar sinnar og ef þeir vilja koma á fund Stígamóta þarf það alltaf að vera með vitneskju einhvers annars. Því segir Guðrún að starfsmenn stígamót hafi boðið þeim einstaklingum upp á heimsóknir. Eins segir hún oft erfitt um vik fyrir heyrnarlausa að fá hjálp án þess að þriðja manneskjan sé inni í málinu því þeir séu háðir því að hafa túlk.

Guðrún segir heyrarlausa og heyrnarskerta hafa nýtt sér netið til þess að hafa samband. Hún segir það þó vera verri kost en viðtal en hann sé þó betri en enginn Til að fá viðtal hjá Stígamótum er best að panta tíma í gegnum netið eða síma svo hægt sé að finna tíma fyrir alla sem eftir því leita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×