Erlent

Rússar selja Írönum loftvarnarkerfi

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur verið duglegur að leita stuðnings hjá þeim sem eru ekki vinir Bandaríkjanna.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur verið duglegur að leita stuðnings hjá þeim sem eru ekki vinir Bandaríkjanna. MYND/AP

Rússar hafa afhent Írönum loftvarnarkerfi en samkomulag um sölu þess náðist á síðasta ári. Kerfið heitir TOR-M1 og er færanlegt. Það samanstendur af þremur tegundum af færanlegum eldflaugapöllum. Þeir geta fylgst með tveimur skotmörkum í einu og geta unnið sjálfstætt við nær allar aðstæður.

Eldflaugakerfið getur verið notað bæði í varnar- og árásarhlutverki. Flugskeytin draga þó aðeins 25 kílómetra. Vesturlönd voru uggandi þegar samningurinn var gerður þar sem þau héldu að þau Rússar myndu selja Írönum annað mun langdrægara kerfi. Rússar hafa líka séð Írönum fyrir vopnum og hefja brátt byggingu kjarnaofns sem er vesturlöndum þyrnir í augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×