Guðmundur í Byrginu gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm 16. janúar 2007 19:18 Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira