Sainz eykur forskot sitt

Spænski rallökumaðurinn Carlos Sainz hefur nú þriggja og hálfrar mínútu forskot á næsta mann í París-Dakar kappakstrinum þegar eknar hafa verið fimm dagleiðir. Sainz sigraði á fimmtu dagleiðinni þegar ekið var frá Ourzazate til Tan Tan í suðurhluta Marokkó í Afríku. Landi hans Isidre Esteve Pujol er í forystu í vélhjólaflokki.