Erlent

Bush þarf 497 milljarða í viðbót

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. MYND/AP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, þarf 6,8 milljarða dollara, eða um 497 milljarða íslenskra króna í aukafjárveitingu til þess að geta sent 20 þúsund viðbótarhermenn til Íraks. Inni í þessari upphæð er einnig kostnaður við uppbygginu og störf sem af henni hljótast en háttsettir embættismenn innan ríkisstjórnar Bush sögðu frá þessu í dag.

Upphæðinni verður bætt við nýtt neyðarfjárlagafrumvarp sem á eftir að hljóða upp á alls 100 billjónir dollara, eða um 7,000 milljarða íslenskra króna, en það mun gera þetta ár að því dýrasta í sögu átakanna í Írak. Bush mun senda 17,500 hermenn til Bagdad og um 4,000 til Anbar héraðsins. Þar að auki ætlar íraski herinn að fjölga þeim hermönnum sem taka þátt í hernaðaraðgerðum.

Búist er við því að fyrsta herdeildin, sem samanstendur af um 4,000 hermönnum, eigi eftir að fara til Íraks þann 15. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×