Erlent

Hvalur biðst afsökunar á árekstri

Þessi er ekki langt frá bátnum.
Þessi er ekki langt frá bátnum. MYND/Gunnar

Eigandi báts sem hvalir höfðu synt á og gert gat á sagði að hvalurinn sem gerði gatið hefði reynt að segja „Fyrirgefðu" við sig þar sem hann fann svo góða tilfinningu streyma frá hvalnum. Maðurinn, sem heitir Lindsay Wright, var á siglingu 80 sjómílur vestur af Nýja-Sjálandi þegar þegar áreksturinn átti sér stað.

Allt í einu vaknaði hann við mikinn hávaða og hljóp samstundis upp á dekk. Þar sá hann, aðeins um 30 sentimetra frá bátnum, hnúfubak og sex aðra rétt hjá honum. Í fyrstu leist honum ekki á blikuna en síðan fann Wright þessa undurblíðu tilfinningu koma frá hvalnum, sem hann túlkaði sem „Fyrirgefðu félagi, ég ætlaði ekki að gera þetta."

Wright var síðan bjargað um borð í þyrlu þar sem bátur hans var talinn of skemmdur til þess að hægt væri að sigla honum á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×