Innlent

100 tonn af hvalkjöti óseld

Hvalur sem dreginn var á land í Hvalfirði í haust.
Hvalur sem dreginn var á land í Hvalfirði í haust. MYND/Gunnar

Enn er um 100 tonn af hvalkjöti óseld og bíða nú í frystum útgerðarmanna en þetta staðfesti íslenskur hvalveiðimaður í viðtali við Reuters í dag. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði að tafirnar væru vegna þess enn væri verið að athuga hvort að kjötið stæðist manneldiskröfur sem gerðar eru til hvalkjöts.

Enn fremur sagði Kristján að engir samningar hefðu verið gerðir um sölu á kjötinu en um leið og athugunum væri lokið myndi það rokseljast. Sjávarútvegsráðherra sagði við þetta tækifæri að þó svo tafir hefðu orðið á að selja kjötið ætti ekki að breyta þeirri ákvörðun að leyfa veiðarnar áfram. „Rökin fyrir sjálfbærum veiðum hafa ekkert breyst og ákvörðunin var tekin í samræmi við íslensk- og alþjóðalög." sagði hann enn fremur. „Framtíð veiðanna ræðst þó á því hvort að kjötið seljist eða ekki. En hvalveiðar eru einkaframtak og hvalveiðifyrirtæki taka fjárhagsáhættuna, ekki stjórnvöld." sagði Einar svo að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×