Innlent

Nektardans bannaður á Goldfinger

Geiri þarf að kveðja skvísurnar, í bili að minnsta kosti.
Geiri þarf að kveðja skvísurnar, í bili að minnsta kosti. Mynd/ Atli Alfreðsson

Nektardansstaðurinn Goldfinger hefur misst leyfi til nektarsýninga. Ný lög um veitingastaði og skemmtanahald tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. Samkvæmt þeim þurfa veitingastaðir aðeins eitt rekstrarleyfi, í stað veitinga, skemmti- og vínveitingaleyfis. Lögin kveða á um bann við nektarsýningum, nema að fengnum jákvæðum umsögnum frá sex aðilum. Einn þessara umsagnaraðila er lögreglustjóri, en hann leggst gegn því að Goldfinger fái slíkt leyfi.

Leyfi til reksturs Goldfingers rann út nú um mánaðamótin. Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, sér um að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi fyrir Goldfinger. Þorleifur sagði í samtali við Vísi, að ekki hefðu borist umsagnir frá öllum sex aðilum fyrir lok júlí. Því hafi verið ákveðið að veita staðnum rekstrarleyfi til bráðabirgða í tvo mánuði. Það leyfi taki ekki til nektarsýninga og því sé staðurinn ekki með slíkt leyfi núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×