Íslenski boltinn

Evrópumótið í mýrarknattspyrnu haldið um helgina

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mynd/Vilhelm

Evrópumótið í mýrarknattspyrnu verður haldið um helgina á Ísafirði. Þetta er í fjórða sinn sem að mótið verður haldið og verður umgjörðin flottari en nokkru sinni fyrr. Leikið verður á í það minnsta fjórum knattspyrnuvöllum og hafa á þriðja hundrað manns skráð sig.

Mýrarbolti er, eins og nafnið gefur til kynna, fótbolti í mýri. Reglurnar eru svipaðar og í knattspyrnu, en þó eru talsvert meiri átök leyfð. Hægt er að skrá lið í fjórar deildir, Atvinnumannadeild karla, Atvinnumannadeild kvenna, Gleðideild karla og Gleðideild kvenna.

Hægt er að skrá sig á mótið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×