Kafeel Ahmed, annar mannanna tveggja sem keyrði bíl á flugstöðvarbygginguna í Glasgow þann 30. júní síðastliðinn, lést í kvöld af völdum sára sinna. Að sögn talsmanna lögreglunnar í Starthclyde brenndist maðurinn mjög illa þegar kviknaði í bílnum og var hann með brunasár á yfir 90% af líkamanum þegar hann var handtekinn.
Ahmed hefur legið á spítala frá því að atburðurinn átti sér stað en hans var gætt af vopnuðum lögreglumönnum. Ahmed var verkfræðingur en ekki læknir eins og talið var í fyrstu.