San Antonio í góðum málum eftir sigur í Salt Lake City 29. maí 2007 04:02 Manu Ginobili var óstöðvandi í fjórða leikhlutanum í nótt og skoraði þar 15 af 22 stigum sínum í leiknum NordicPhotos/GettyImages San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira