Lögreglan í Reykjavík handtók undir kvöld karlmann, sem er grunaður um að hafa rænt og barið roskinn mann í húsasundi upp af Laugaveginum í fyrrinótt. Upp úr miðnætti gaf ung kona sig svo fram við lögreglu og sagðist hafa tælt manninn inn í sundið til þess að vinur hennar gæti rænt hann.
Þau eru nú bæði í vörslu lögreglu og verða yfirheyrð í dag. Árásarmaðurinn rændi meðal annars greiðslukortum af manninum og leiddi notkun hans á þeim í gær til handtöku hans.