Sport

Sharapova stefnir á sigur

Maria Sharapova er sérstaklega vinsæl á meðal karlkyns tennisáhugamanna.
Maria Sharapova er sérstaklega vinsæl á meðal karlkyns tennisáhugamanna. MYND/AFP

Maria Sharapova segist verða var við aukna pressu í sinn garð eftir að hún var sett í efsta sæti í styrkleikaröðun kvenna fyrir Opna ástralska meistaramótið í tennis. Komist Sharapova í undanúrslit mótsins mun hún hreppa toppsætið á heimslistanum í tennis.

"Ég hef tvisvar komist í undanúrslitin hér og ég sé ekki ástæðu gegn því að mér takist það einu sinni enn. Ég er tilbúinn að taka næsta skrefið á ferlinum og vonandi næ ég því með því að vinna mótið," sagði Sharapova og átti þar við áfangann sem felst í því að komast í efsta sæti heimslistans, en þar situr Justin Henin-Hardenne í augnablikinu. Sharapova er í öðru sæti heimslistans

Sharapova átti í meiðslum á mótinu í fyrra og náði sér ekki á strik en sjálf segist hún í mun betra standi í ár. "Ég hef æft grimmt síðustu 5-6 vikurnar og tel mig eiga góða möguleika."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×