Innlent

Aðalmeðferð Baugsmálsins hafin

Frá upphafi aðalmeðferðar í morgun.
Frá upphafi aðalmeðferðar í morgun. MYND/Stöð 2

Aðalmeðferð Baugsmálsins hófst nú klukkan átta í Hæstarétti. Í málflutningum í dag verða sex af upphaflegu ákæruliðum teknir fyrir en þeir fjalla um meint brot á ársreikningum, tollalögum og skjalafalsákvæðum í almennum hegningarlögum.

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins en Gestur Jónsson, Kristín Edwald og Þórunn Guðmundsdóttir eru verjendur sakborninga sem eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, systir hans Kristín Jóhannesdóttir og endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir.

Talið er líklegt að dómur í málinu falli á fimmtudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×