Erlent

Ahmadinejad í Níkvaragúa

Ahmadinejad (t.v.) og Ortega (t.h.) takast hér í hendur eftir viðræðurnar í gær.
Ahmadinejad (t.v.) og Ortega (t.h.) takast hér í hendur eftir viðræðurnar í gær. MYND/AP

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lofaði því í gær að mynda bandalag með vinstri-sinnuðum stjórnvöldum í Suður-Ameríku en hann er nú á ferðalagi þar. Ahmadinejad hitti Daniel Ortega, forseta Níkaragúa, í gær og sagði við það tækifæri að Íran, Níkaragúa, Venesúela og fleiri byltingarlönd ættu að standa saman gegn yfirgangi Bandaríkjanna.

Ortega er enginn stuðningsmaður Bandaríkjanna en árið 1980 studdu þau uppreisn Kontra skæruliða gegn þáverandi stjórn Ortega. Ortega einbeitti sér þó að því hvernig löndin tvö gætu unnið saman í framtíðinni frekar en að einblína Bandaríkin og frammistöðu þeirra í heimsmálum um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×