Erlent

Óeirðir á Filippseyjum

Mótmælendur sjást hér brenna fána af miklum móð.
Mótmælendur sjást hér brenna fána af miklum móð. MYND/AP

Óeirðalögreglan á Filippseyjum þurfti í morgun að dreifa úr hundruð mótmælenda í borginni Cebu en þar er leiðtogafundur Austur-Asíuríkja nú haldinn. Mótmælendurnir báru margir hverjir borða með slagorðum gegn Bandaríkjunum og forseta Filippseyja, Gloriu Arroyo, og voru þeir að mótmæla auknum aðgerðum ríkjanna gegn hryðjuverkum.

Leiðtogar Ástralíu, Nýja-Sjálands, Indlandi, Japan, Kína og Suður-Kóreu eru á meðal þátttakenda á leiðtogafundinum. Aðaláherslan á fundinum er lögð á að styrkja baráttuna gegn hryðjuverkum, stofna fríverslunarsvæði á milli landanna,og að styrkja stjórnmálaleg tengsl á milli þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×