Innlent

Bræla á loðnumiðum

Loðnuskið að veiðum fyrir utan Ingólfshöfða.
Loðnuskið að veiðum fyrir utan Ingólfshöfða. MYND/Landhelgisgæslan

Bræla er á loðnumiðunum fyrir norðaustan land og hafa skipin því lítið getað veitt úr þeim 140 þúsund bráðabirgðakvóta, sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út fyrir helgi.

Þrjátíu og tvö skip fá úthlutun úr þeim kvóta og fær Börkur frá Neskaupsstað mest, eða tæp 11 þusund tonn, Ingunn frá Akranesi næst mest, rösk átta þúsund tonn og Faxi frá Reykjavík, litlu minna. Útvegsmenn eru nú í óða önn að búa skip sín til veiða, sem þeir vonast til að hefjist af fullum krafti um leið og veður lægir á miðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×