Engar myndir birtar af aftökum í nótt 15. janúar 2007 13:00 Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómar í Írak, var hengdur ásamt Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróður Saddams Hússeins, í Bagdad í nótt. MYND/AP Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira