Ópera úr útrýmingarbúðum 5. júní 2007 05:00 Germaine Tillion varð hundrað ára í vikunni. Óperetta sem samin var í útrýmingarbúðunum í Ravensbrück í Þýskalandi verður flutt í fyrsta sinn í París nú í vikulokin. Þýska vefritið Deutsche Welle greinir frá þessu. Óperettan „Le Verfügbar aux enfers“, sem gæti útlagst sem „Hinir handhægu í helvíti“ á íslensku, samdi franski mannfræðingurinn Germaine Tillion árið 1943 þegar hún var einn þeirra 150.000 fanga sem haldið var í fyrrgreindum útrýmingarbúðum í Norður-Þýskalandi á árunum 1939-1945. Tillion starfaði með frönsku andspyrnuhreyfingunni á sínum tíma og var send í búðirnar árið 1942 ásamt móður sinni, sem dó í gasklefanum. Í verkinu blandast áhrif frá þjóðlagatónlist, óperum og óperettum ásamt textum og kóreógrafíu Tillion en verkið var upphaflega ekki ætlað til sýninga. Viðfangsefni þess er lífið í útrýmingarbúðunum og dagleg niðurlæging þess. Tillion varð hundrað ára í vikunni en hún hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um Ravensbrück-útrýmingarbúðirnar og andspyrnuhreyfinguna. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Óperetta sem samin var í útrýmingarbúðunum í Ravensbrück í Þýskalandi verður flutt í fyrsta sinn í París nú í vikulokin. Þýska vefritið Deutsche Welle greinir frá þessu. Óperettan „Le Verfügbar aux enfers“, sem gæti útlagst sem „Hinir handhægu í helvíti“ á íslensku, samdi franski mannfræðingurinn Germaine Tillion árið 1943 þegar hún var einn þeirra 150.000 fanga sem haldið var í fyrrgreindum útrýmingarbúðum í Norður-Þýskalandi á árunum 1939-1945. Tillion starfaði með frönsku andspyrnuhreyfingunni á sínum tíma og var send í búðirnar árið 1942 ásamt móður sinni, sem dó í gasklefanum. Í verkinu blandast áhrif frá þjóðlagatónlist, óperum og óperettum ásamt textum og kóreógrafíu Tillion en verkið var upphaflega ekki ætlað til sýninga. Viðfangsefni þess er lífið í útrýmingarbúðunum og dagleg niðurlæging þess. Tillion varð hundrað ára í vikunni en hún hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um Ravensbrück-útrýmingarbúðirnar og andspyrnuhreyfinguna.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira