LEG - Fjórar stjörnur 12. mars 2007 00:01 Fyrst og fremst hressandi sýning og hugrökk tilbreyting í íslensku leikhúsi. Það er öllu til tjaldað á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þar sem söngleikurinn Leg var frumsýndur fyrir helgi. Mér er nær að halda að annað eins havarí hafi vart sést þar áður. Sýningin er afar kröftug og litrík, keyrð upp af dúndrandi tónlistarbræðingi sem gefur Webber og félögum þokkalegan selbita. Viðfangsefnið er mannleg náttúra í sinni ógeðfelldustu mynd en sýningin fer lengst á frumlegheitunum og húmornum sem er aðalsmerki leikskáldsins, þetta yndislega óviðeigandi skopskyn hans er alveg laust við pólitíska rétthugsun og í Legi er skotleyfið á alla; smáborgarar, róttæklingar og foreldrar fá jafn mikið á baukinn og unglingsgrey og fóstur. Grínið er gengdarlaust, barnalegt, ádeilukennt og áhrifamikið. Sögusviðið er framtíðarlandið Ísland sem er ofurselt yfirborðsmennsku og afþreyingariðnaði - fjölskyldufaðirinn Ari er svo aðgerðalaus í vinnunni að hann stundar viðstöðulitla sjálfsfróun og sonurinn er tölvuleikjafíkill. Þannig er vísanaheimurinn bundinn við okkar nútímabrölt, raunveruleikasjónvarp, stóriðjuuppbyggingu og útrásarhneigð. Samhengið í Legi er býsna stórt, þetta er næsta kosmískt allt saman enda kemur á daginn að framtíð jarðarinnar er í húfi og valdhafinn er nítján ára ófrísk gelgja úr Garðabæ. Sagan sjálf er óttalega þunn og langsótt - eins og algengt er í söngleikjum - en það kemur vart að sök því nóg er til að taka athyglina frá þeim áhyggjum, til dæmis vel heppnað útlit og góð frammistaða leikaranna. Aðahlutverkið, unglingsstúlkuna óléttu, leikur Dóra Jóhannsdóttir og skilar fínni frammistöðu. Gelgjan Kata er gjörsamlega tvívíð til að byrja með en vinnur á og Dóru lætur vel að túlka þetta spillta sakleysi úthverfapíunnar. Persónur Legs eru allar mjög ýktar og yfirkeyrðar en leikhópurinn pakka þeim saman svo úr verður mikið sprell með mátulegar meiningar, háð og spé í hæfilegu magni með góðum kómískum tímasetningum og slettu af samúð. Að öðrum ólöstuðum verð ég að nefna Eddu Björgu Eyjólfsdóttur sem leikur vinkonuna Ingunni og Kjartan Guðjónsson (Ari) sem hreinlega ærðu sumar áhorfendur úr hlátri og söngnúmer Halldóru Geirharðsdóttur sem voru hreint óborganleg. Friðrik Friðriksson á líka hrós skilið fyrir sinn leik. Tónlistin er afar fjörlegur hrærigrautur sem auðvelt er að fá á heilann. Leikararnir syngja hver með sínu nefi sem er fínt því þetta er ekki fágaður Söngvaseiður heldur glaðhlakkaleg skrumskæling. Það lýsir sér til dæmis vel í háðskum og mátulega broguðum söngtextum verksins. Öll tæki leikhússins eru virkjuð af kostgæfni þar sem allt helst í hendur, útlitið er afar vel heppnað og flott, upplýst af mikilli fagmennsku. Myndböndin voru líka vel gerð, frumleg og bættu heilmiklu við þetta sjónarspil. Galli er þó að hljóðið var óþarflega hátt í söngatriðum en tveir dragtklæddir ársmiðaeigendur heyrðust hvískra að sýningu lokinni að hávaðinn hefði verið „skelfilegur“. Ekki bætti reykurinn á ástandið í plussklæddu menningarmusterinu sem er óvæntur vettvangur fyrir þetta verk og vil ég eyrnamerkja eina stjörnu Þjóðleikhússtjóranum fyrir hugrekkið. Þessi sýning mun án efa lækka meðalaldur leikhúsgestanna töluvert - sem er vel því ekki veitir af uppbyggilegri afþreyingu fyrir erfingja landsins. Hópurinn allur hefur sáð ríkulega og uppsker eftir því. Þessi sýning Þjóðleikhússins vekur bæði ómældan hlátur og spurningar. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það er öllu til tjaldað á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þar sem söngleikurinn Leg var frumsýndur fyrir helgi. Mér er nær að halda að annað eins havarí hafi vart sést þar áður. Sýningin er afar kröftug og litrík, keyrð upp af dúndrandi tónlistarbræðingi sem gefur Webber og félögum þokkalegan selbita. Viðfangsefnið er mannleg náttúra í sinni ógeðfelldustu mynd en sýningin fer lengst á frumlegheitunum og húmornum sem er aðalsmerki leikskáldsins, þetta yndislega óviðeigandi skopskyn hans er alveg laust við pólitíska rétthugsun og í Legi er skotleyfið á alla; smáborgarar, róttæklingar og foreldrar fá jafn mikið á baukinn og unglingsgrey og fóstur. Grínið er gengdarlaust, barnalegt, ádeilukennt og áhrifamikið. Sögusviðið er framtíðarlandið Ísland sem er ofurselt yfirborðsmennsku og afþreyingariðnaði - fjölskyldufaðirinn Ari er svo aðgerðalaus í vinnunni að hann stundar viðstöðulitla sjálfsfróun og sonurinn er tölvuleikjafíkill. Þannig er vísanaheimurinn bundinn við okkar nútímabrölt, raunveruleikasjónvarp, stóriðjuuppbyggingu og útrásarhneigð. Samhengið í Legi er býsna stórt, þetta er næsta kosmískt allt saman enda kemur á daginn að framtíð jarðarinnar er í húfi og valdhafinn er nítján ára ófrísk gelgja úr Garðabæ. Sagan sjálf er óttalega þunn og langsótt - eins og algengt er í söngleikjum - en það kemur vart að sök því nóg er til að taka athyglina frá þeim áhyggjum, til dæmis vel heppnað útlit og góð frammistaða leikaranna. Aðahlutverkið, unglingsstúlkuna óléttu, leikur Dóra Jóhannsdóttir og skilar fínni frammistöðu. Gelgjan Kata er gjörsamlega tvívíð til að byrja með en vinnur á og Dóru lætur vel að túlka þetta spillta sakleysi úthverfapíunnar. Persónur Legs eru allar mjög ýktar og yfirkeyrðar en leikhópurinn pakka þeim saman svo úr verður mikið sprell með mátulegar meiningar, háð og spé í hæfilegu magni með góðum kómískum tímasetningum og slettu af samúð. Að öðrum ólöstuðum verð ég að nefna Eddu Björgu Eyjólfsdóttur sem leikur vinkonuna Ingunni og Kjartan Guðjónsson (Ari) sem hreinlega ærðu sumar áhorfendur úr hlátri og söngnúmer Halldóru Geirharðsdóttur sem voru hreint óborganleg. Friðrik Friðriksson á líka hrós skilið fyrir sinn leik. Tónlistin er afar fjörlegur hrærigrautur sem auðvelt er að fá á heilann. Leikararnir syngja hver með sínu nefi sem er fínt því þetta er ekki fágaður Söngvaseiður heldur glaðhlakkaleg skrumskæling. Það lýsir sér til dæmis vel í háðskum og mátulega broguðum söngtextum verksins. Öll tæki leikhússins eru virkjuð af kostgæfni þar sem allt helst í hendur, útlitið er afar vel heppnað og flott, upplýst af mikilli fagmennsku. Myndböndin voru líka vel gerð, frumleg og bættu heilmiklu við þetta sjónarspil. Galli er þó að hljóðið var óþarflega hátt í söngatriðum en tveir dragtklæddir ársmiðaeigendur heyrðust hvískra að sýningu lokinni að hávaðinn hefði verið „skelfilegur“. Ekki bætti reykurinn á ástandið í plussklæddu menningarmusterinu sem er óvæntur vettvangur fyrir þetta verk og vil ég eyrnamerkja eina stjörnu Þjóðleikhússtjóranum fyrir hugrekkið. Þessi sýning mun án efa lækka meðalaldur leikhúsgestanna töluvert - sem er vel því ekki veitir af uppbyggilegri afþreyingu fyrir erfingja landsins. Hópurinn allur hefur sáð ríkulega og uppsker eftir því. Þessi sýning Þjóðleikhússins vekur bæði ómældan hlátur og spurningar. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira