Erlent

Lögmenn mótmæla í Pakistan

Pakistanskir lögreglumenn ráðast að lögmönnum með kylfum í mótmælunum í Lahore í Pakistan í dag.
Pakistanskir lögreglumenn ráðast að lögmönnum með kylfum í mótmælunum í Lahore í Pakistan í dag. MYND/AP

Lögmenn í Pakistan mótmæltu víða um landið og sniðgengu réttarsali í dag í mótmælaskyni við brottvikningu æðsta dómara landsins úr embætti. Musharaf forseti tók ákvörðunina vegna misnotkunar dómarans í embætti.

Meira en 20 lögmenn slösuðust í átökum við lögreglu í Lahore og hundruðir lögmanna í svörtum jakkafötum fylktu liði í öðrum borgum. Lögmennirnir segja brottvikningu Iftikhars Mohammed Chaudhry ólögmæta. Dómarinn er umdeildur og þekktur fyrir að sýna hörku í málum tengdum misgjörðum ríkisstjórnarinnar og í málum er varða misnotkun á mannréttindum.

 

 

Vitni segja mótmæli vera þau stærstu meðal hæstaréttardómara í Lahore þar sem þeir gengu niður aðalgötu borgarinnar. Lögregla notaði kylfur til að leysa upp fylkinguna.

 

Forsetinn hafði fengið fjölda kvartana og ábendingar um alvarlega misbeitingu dómarans í starfi, er haft eftir opinberri fréttastofu í landinu.

 

Lögmenn, mannréttindafrömuðir, stjórnarandstaðan og sumir dómarar hafa fordæmt brottvikninguna og segja hana aðför að sjálfstæði dómskerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×