Rokkararnir í Manic Street Preachers hafa staðfest komu sína á fyrstu stóru tónlistarhátíðina í Wales sem verður haldin í sumar. Ber hátíðin heitið Fflam og fer fram í Swanesa. Meira en 50 hljómsveitir munu koma fram þann 13. til 15. júlí og er búist við 30 þúsund gestum.
Aðrar hljómsveitir sem spila á hátíðinni eru meðal annars Placebo, The Levellers og Enter Shikari. Búist er við því að á næstu vikum verði tilkynnt um aðrar stórsveitir sem spila munu á hátíðinni.