Í dag var dregið í 16-liða úrslit í Lýsingarbikarkeppni karla og kvenna. Í karlaflokki ber hæst viðureign Íslandsmeistara KR og Grindavíkur.
Öll liðin í Iceland Express deild karla og kvenna voru með í drættinum sem og í 1. deild kvenna.
Fjögur lið úr 1. deild karla komust í 16-liða úrslitin. Þau eru Höttur, Þór frá Þorlákshöfn, FSu og Þróttur frá Vogum.
Tvö þeirra, Þór og Höttur, drógust saman og verður því að minnsta kosti eitt lið úr 1. deild karla í fjórðungsúrslitum karla.
Bikarmeistarar ÍR mæta liði Hamars á útivelli en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleik bikarkeppninnar í vor.
Í kvennaflokki er mæta bikarmeistarar Hauka B-liði Keflavíkur. Topplið deildarinnar, Keflavík, mætir Njarðvík á heimavelli.
16-liða úrslit Lýsingarbikarkeppni karla:
KR - Grindavík
Þór, Þorlákshöfn - Höttur
Tindastóll - Keflavík
Þór, Akureyri - Snæfell
Hamar - ÍR
Stjarnan - Njarðvík
Skallagrímur - FSu
Fjölnir - Þróttur, Vogum
16-liða úrslit Lýsingarbikarkeppni kvenna:
KR - Ármann
Haukar - Keflavík B
Skallagrímur - Snæfell
Tindastóll - Fjölnir
Keflavík - Njarðvík
Breiðablik - Hamar
Haukar B - Grindavík