Handbolti

Haukar styrkja stöðu sína á toppnum

Mynd/Valli

Haukar styrktu í kvöld stöðu sína á toppi N1 deildarinnar í handbolta með góðum útisigri á Stjörnunni í Mýrinni 28-25. Þá vann Fram sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ 25-23.

Ólafur Víðir Ólafsson var markahæstur í liði Stjörnunnar í kvöld með 8 mörk, Björgvin Hólmgeirsson skoraði 6 mörk og Heimir Örn Árnason skoraði 5 mörk. Hlynur Morthens varði 15 skot í markinu.

Andri Stefan skoraði 6 mörk fyrir Hauka, Kári Kristjánsson 5, Jón Karl Björnsson 5 og Jón Agnarsson 4. Magnús Sigmundsson varði 12 skot í markinu.

Leikjum HK-ÍBV og Akureyrar-Vals var frestað vegna veðurs. Leikur HK-ÍBV fer fram annað kvöld en leikurinn á Akureyri verður ekki spilaður fyrr en 5. desember.

Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 leiki, HK hefur 15 stig eftir 10 leiki, Fram 15 stig eftir 11 leiki og Stjarnan 13 eftir 11 leiki. Þá hefur Valur 10 stig eftir 9 leiki og situr í fimmta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×