Erlent

Hryðjuverkamenn vara fólk í Alsír við

MYND/AP

Leiðtogi hryðjuverkahóps í Alsír gaf í dag út viðvörun og sagði að Frakkar í Alsír væru í hættu vegna yfirvofandi sprengjuárása. Sagði hann ennfremur að þeir væru komnir með vopn og sprengiefni og biðu aðeins fyrirmæla frá Osama Bin Laden, leiðtoga al-Kaída samtakanna.

Viðvörunin kemur stuttu eftir að hópurinn gerði árás á strætisvagn sem var með erlenda verkamenn á leið til vinnu. Voru það fyrstu árásir í Alsír á erlenda ríkisborgara þar í mörg ár.

Uppreisn byrjaði í Alsír þegar að stjórnvöld þar ógiltu úrslit kosninga árið 1992 en fastlega var búist við því að flokkur öfgasinnaðra múslima myndi bera sigur úr býtum. Hún er þó í rénum og talið er að aðeins séu um 500 manns enn í vopnaðri anstöðu við ríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×