Erlent

30 ára fangelsi fyrir sprengjutilræði

MYND/Reuters

Yfirvöld í New York dæmdu í dag pakistanskan innflytjanda í 30 ára fangelsi fyrir að ætla sér að sprengja upp neðanjarðarlestarstöð í Manhattan í New York.

Maðurinn var fundinn sekur í maí síðastliðnum. Hann ætlaði sér að sprengja upp eina fjölförnustu neðanjarðarlestarstöð í borginni en beint fyrir ofan hana er stórt verslunarhverfi en Macys búðin er beint fyrir ofan lestarstöðina. Í næstu götu við er síðan Empire State byggingin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×