Erlent

Júdas var góður gæi

Þetta er sú mynd af Júdasi sem kristnir menn hafa séð í gegnum tíðina.
Þetta er sú mynd af Júdasi sem kristnir menn hafa séð í gegnum tíðina.

Júdas var ekki svikari heldur var hann svikinn. Hann framdi ekki sjálfsmorð heldur lifði til hárrar elli. Þetta er meginþáttur í bókinni "Júdasarguðspjallið" eftir breska metsöluhöfundinn Jeffrey Archer. Bókin er sett fram sem Guðspjall sem skrifað er af Benjamín Ískaríot, syni Júdasar.

Archer kallar bókina skáldsögu byggða á fræðilegum rannsóknum. Sér við hlið hafði hann heimsþekktan biblíufræðing, séra Francis J. Maloney, sem um átján ára skeið átti sæti í alþjóða kenniráði kaþólsku kirkjunnar.

Kenning Archers er sú að Júdas hafi elskað Jesús og trúað því að Guð hefði sent hann. Hann hafi hinsvegar ekki trúað því að Jesús væri Messías. Ætlun Júdasar hafi verið að forða honum frá óþörfum dauða í Jerúsalem, og koma honum á öruggan stað í Galíleu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×