Keppni á öðru kvöldi Músíktilrauna 2007 fór fram í Loftkastalanum í kvöld. Alls léku níu hljómsveitir fyrir gesti og keppnin var ekki síður spennandi en á fyrsta kvöldinu þegar hljómsveitirnar Loobylloo og Magnyl tryggðu sér sæti í úrslitum. Í kvöld komumst áfram hljómsveitirnar Spooky Jetson sem var kosin áfram af áhorfendum og The Portals sem dómnefndin ákvað að senda í úrslit.
Þriðja undankvöld fer fram annað kvöld. Miðasala hefst klukkan 18:00 og fyrsta hljómsveit stígur á svið á slaginu 19:00.