Morfínfíklum fækkað um helming 20. mars 2007 18:52 Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til." Fréttir Innlent Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til."
Fréttir Innlent Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira