Innlent

Sólborgin að bryggju um ellefuleytið

Vel gengur að koma dragnótarbátnum Sólborgu RE-270 til hafnar en líklega verður hún dregin í vesturhöfnina í Reykjavík um ellefuleytið í kvöld. Að sögn aðalvarðstjóra Landhelgisgæslunnar hefur ferðin sóst vel. Eftir að komið var í garðsjóinn og inn í Faxaflóann róaðist um og vindáttin hafði minni áhrif á ferðina. Sem stendur eru Týr og Sólborg stödd norður af Gróttu.

Kúpling Sólborgar bilaði undan Sandvík á Reykjanesi fyrr í dag og var ákveðið að sækja hana þar sem sjógangur var mikill á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×