Brauðmolabisness bæjarstjórans 20. júlí 2007 05:45 Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar