Erlent

Tony Blair hreinsaður af áburði

Óli Tynes skrifar
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.

Breski ríkissaksóknarinn tilkynnti í dag að engar sannanir hefðu fundist fyrir því að Verkamannaflokkurinn hafi lofað auðkýfingum aðalstitlum í staðinn fyrir lán og annan fjárhagsstuðning. Því verði engar ákærur lagðar fram. Rannsókn á þessu máli hefur verið sem svart ský yfir ríkisstjórn Tony Blairs síðastliðna 16 mánuði.

Þetta er væntanlega mikill léttir fyrir Blair sem var sjálfur kallaður þrisvar til yfirheyrslu. Að vísu hafði hann þar stöðu vitnis en ekki grunaðs manns, en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem sitjandi forsætisráðherra Bretlands hefur verið kallaður til yfirheyrslu í sakamálarannsókn.

Málið skaðaði Blair verulega og margir fréttaskýrendur telja það hafa átt stóran þátt í að flokksbræður hans þrýstu mjög á hann að standa upp af stóli forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×