Erlent

Mannskæð átök á Gaza

MYND/AP

Að minnsta kosti þrettán týndu lífi og fjölmargir særðust í átökum milli Hamas og Fatah-liða á Gaza-svæðinu síðasta sólahring. Átökin eru þau verstu milli þessara hópa í marga mánuði. Meðal látinna var tveggja ára drengur.

Friðsamlegt hefur verið að mestu á svæðinu þar sem reynt hefur verið að mynda þjóðstjórn með aðkomu beggja fylkinga, en án árangurs. Fatha-liðar hættu þátttöku í viðræðunum þegar átökin blossuðu upp í gær en liðsmenn Hamas segja andstæðinga sína bera ábyrgð á bardögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×