Innlent

Flutningavél Icelandair í erfiðleikum

Flutningaflugvél Icelandair varð að lenda á Egilsstaðaflugvelli í morgun vegna gruns um eld í flutningarými vélarinnar. Viðvörunarljós gáfu það til kynna en eftir að vélin lenti kom í ljós að enginn eldur var í henni. Mikill viðbúnaður var á flugvellinum vegna atviksins.

Landhelgisgæslan og brunavarnir Héraðs og Borgafjarðar eystri voru kallaðar út. Sem betur fer reyndist engin hætta á ferðum. Flugvélin var á leið til Keflavíkur frá Janköping í Svíþjóð þegar atvikið átti sér stað. Flugvirkjar eru á leið til Egilsstaða að athuga hvers vegna viðvörunarljósin kviknuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×